AUÐUR OG FLEIRI ÍSLENDINGAR GERA ÞAÐ GOTT Á WAY OUT WEST

0

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kemur fram undir nafninu Auður, kom fram á tónlistarhátíðinni Way Out West í Gautaborg um síðastliðna helgi. Þar kom hann fram á sérstöku sviði á vegum Red Bull Music Academy. Tónleikarnir heppnuðust gríðarlega vel, sérstaklega var tekið eftir einlægri og kraftmikilli sviðsframkomu Auðuns.

Eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum er Aðunn fyrsti Íslendingurinn sem er á leiðinni í Red Bull Music Academy, sem verður haldið í Montreal í haust. Um er að ræða margverðlaunaða akademíu sem heldur námskeið á sviði tónlistar í borgum um allan heim og þykir það mikill heiður að komast inn í akademíuna. Margir þekktir tónlistarmenn hafa byrjað feril sinn á vegum Red Bull Music Academy, en þar ber helst að nefna Hudson Mohawke, Flying Lotus og plötusnúðinn Ninu Krawitz.

Auðunn var þó ekki eini Íslendingurinn sem tók þátt í hátíðinni, tónlistarmaðurinn Logi Pedro stýrði ásamt kollegum sínum frá Svíþjóð og Noregi útvarpsþættinum Up North, sem var í beinni útsendingu á meðan á hátíðinni stóð á vegum Red Bull Music Academy Radio (RBMA Radio). Þátturinn Up North er skandínavískt samstarfsverkefni sem einblínir á skandínavískt hip-hop og electro tónlist. Logi Pedro stýrir íslensku útgáfunni mánaðarlega og því má segja að íslenskir tónlistarmenn séu að verða áberandi innan akademíunnar.

http://www.wayoutwest.se/

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar ljósmyndir frá hátíðinni. Sigurður Svansson tók myndirnar:

Processed with VSCO with hb1 preset

Processed with VSCO with hb1 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with hb1 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with hb1 preset

Processed with VSCO with a6 preset

Processed with VSCO with a5 preset

Processed with VSCO with a4 preset

Einnig má sjá fleiri myndir hér: http://www.redbull.com/se/en/music/stories/1331811767930/best-of-way-out-west-2016

Comments are closed.