AUÐUR Á FERÐ OG FLUGI – ÞÝSKALAND, SVISS OG AUSTURRÍKI

0

Tónlistarmaðurinn AUÐUR eða Auðunn Lúthersson eins og hann heitir réttu nafni er nú á tónleikaferðalagi um Þýskaland, Sviss og Austurríki. Sem stendur er að hann hita upp fyrir Lilly Among Clouds og svo í næstu viku skellir hann sér til Sviss og hitar upp fyrir íslensku hljómsveitina VÖK.

Mikill áhugi hefur myndast á þýskum og svissneskum útvarpstöðvum og er spennandi að fylgjast með framgangi hans á þessum stóra markaði og fjölmörg ævintýri framundan á næstu vikum í takt við gott gengi hans erlendis.

Myndband hans við nýjustu smáskífu hans hefur vakið verðskuldaða mikla athygli, hér heima sem og erlendis.

Við hvetjum ykkur til að fylgjast með tónleikaferðinni á instastory

Skrifaðu ummæli