ATVINNUKRIMMI SELUR BÍLINN Í FRÁBÆRU MYNDBANDI

0

mori-2

Er rapparinn Móri farinn að selja bíla? Maður spyr sig en í gær kom út myndband þar sem hann er einmitt að fást við það! Hver man ekki eftir laginu „Atvinnukrimmi,“ en jú þar rappar kappinn einmitt um tvo bíla og annar þeirra er Bimmi. Búið er að setja texta lagsins í nýjan búning og er hann einkar fyndinn og frábær!

mori-3

Athafnamaðurinn Davíð Lúther Sigurðarson er eigandi bílsins en hann fékk þessa frábæru hugmynd ásamt framleiðslufyrirtækinu Silent, haft var samband við Móra, Móra leist vel á og skellt var í þessa frábæru auglýsingu!

„Ég fékk starfsmenn SILENT til að aðstoða mig við þetta, ég fékk þá hugmynd að selja bílinn minn á óhefðbundin hátt og þetta var útkoman eftir nokkra mínútna fund með genginu. Móri tók vel í hugmyndina þegar haft var samband við hann, honum fannst þetta skemmtilegt“  Davíð Lúther Sigurðarson.

Óhætt er að segja að þetta fær mann til að brosa og gaman er að sjá Móra aftur!

Ef einhver hefur áhuga á að kaupa bílinn er fólki bent á að senda póst á david@silent.is

Skrifaðu ummæli