Atli Kanill smellir þekktum lögum í jólabúning

0

Atli Viðar betur þekktur sem plötusnúðurinn Atli Kanill skellti nýverið í eitt ansi þétt Hip Hop og danstónlistarskotið jólamix! Mixið inniheldur allskyns endurblandanir af þekktum lögum smellt í jólalagabúning og íslensk jóla Hip Hop lög eins og jólalag með hljómsveitinni Quarashi (sem aldrei hefur komið út) og „Mér hlakkar svo til“ svo afar fátt sé nefnt.

Jólin nálgast eins og þruma úr heiðskýru lofti og fer stressið að ná hámarki! Er ekki tilvalið að taka smá pásu frá amstri dagsins og hlýða á eitt vel þétt jólamix? Ó jú og þó fyrr hefði verið! Ekki hika við að skella á play, Þú sérð ekki eftir því!

Skrifaðu ummæli