ÁSTRALSKUR GAMANLEIKARI Á ÍSLANDI Í LEIT AÐ FULLKOMNU LÍFI

0

Jono Duffy.

Ástralinn, uppistandarinn og leikarinn Jonathan Duffy eða Jono eins og hann er iðulega kallaður flutti til Íslands fyrir tæpum tveimur árum og eru margir furðulostnir yfir þeirri ákvörðun. Jono er fæddur í Brisbane en hann kom hingað til lands til að prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt!

Það má segja að Jono hafi slisast út í Stand Up en hann er með sýninguna Australiana í Tjarnarbíó en að hanns sögn er sýningin ekki hefðbundið stand Up. Mikið er af tónlist, sönnum sögum og á köflum er sýningin nokkuð alvarleg en alltaf er stutt í hláturinn!

jono-1

Albumm.is náði tali af þessum hressa Ástrala og spurðum við hann spjörunum úr um Sýninguna, hvernig þetta byrjaði allt saman og af hverju hann flutti til Íslands?

Hvaðan ertu og hvenær fluttir þú til Íslands og afhverju?

Ég fæddist í Brisbane, Ástralíu, en bjó út um allt land. Ég var að ganga í gegnum leiðinlegt tímabil í mínu lífi og flutti til Íslands til að prófa eitthvað alveg nýtt! Ég kom hingað einu sinni árið 2011 og líkaði það mjög vel. Ég ákvað að gefa þessu séns og nú eru liðin tæp tvö ár þannig þetta er að virka helvíti vel.

Hversu lengi hefurðu verið að gera stand up og tónlist og hvernig fékkstu áhuga á því?

Þrettán ár, Vá er það virkilega orðið svo langt! Ég prófaði þetta fyrst þegar ég var nítján ára en ég komst inn í þetta í gegnum leiklistarnám mitt. Einn af mínum áföngum var að leika franskann trúð en það byggist upp á því að hlusta á áhorfendur og láta brandarana virka án þess að tala í mjög langan tíma. Bekkjarsystir mín var að halda open mic kvöld og spurði hvort ég vildi vera með, ég sló til en sökkaði! Allir voru sammála um að ég sökkaði en vinkona mín bauðst til að hjálpa mér að skrifa mitt eigið efni sem ég þáði. Næsta open mic kvöld var miklu betra en næstu ár voru upp og niður. Ég hef einungis kallað mig uppistandara seinustu fjögur ár. Tónlistin kom seinna eða um fyrir fimm árum en íslendingarnir fíla það í tætlur! Ég hef aldrei kallað mig söngvara heldur stand up gæja sem getur haldið lagi. Eftir að ég kom til Íslands hef ég unnið meira í tónlistinni og fór meira að segja í þjálfun hjá Heru Björk.

jono-4-1

Er erfitt að semja nýtt efni og hvaðan færðu innblástur?

Það var erfitt. Mitt efni er aðalega um líf mitt. Ég er að leita að hinu fullkomna lífi og þangað til ég finn það flæðir efnið til mín. Ég er kominn á þann stað í lífinu að mér er alveg sama þegar ég er að segja óðægilegar sögur af sjálfum mér og allir hlæja. Kannski er einhver í salnum sem lærir af mínum mistökum og þá verð ég afar glaður!  Ég tel að tippabrandarar geri heminn að betri stað.

Geturðu lýst atriðinu þínu og við hverju má fólk búast?

Australiana er persónulegasta sýning sem ég hef gert! Þetta er ekki bara gamanleikur þetta er opið sár sem allir geta hlegið að. Ef margir koma að sjá þetta þá kannski hættir fólk að spyrja mig af hverju ég flutti til Íslands. Sýningin er aldrei eins, t.d. verður sellóleikari með mér á sýningunni á morgun laugardaginn 4. Febrúar.

Eitthvað að lokum?

Það er eitthvað fyrir alla í þessarri sýningu, sjáumst!

Sýningarnar eru á morgun laugardag 04. Febrúar kl 20:00 og sunnudaginn 12. Febrúar kl 20:00 í Tjarnarbíói. Hægt er að nálgast miða á miði.is og kostar hann litlar 1.990 kr.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af Jono á frá Tedx Reykjavík.

 

Skrifaðu ummæli