ÁSTRALSKAR OG ÍSLENSKAR VONARSTJÖRNUR

0

Heimsókn Gordi til Íslands eru ekki hennar fyrstu kynni af Íslandi því Sindri Már Sigfússon sem oftast er kenndur við Sin Fang og Seabear endurhljóðblandaði lag hennar „Taken Blame“ árið 2015.

Gordi er listamannsnafn hinnar 22 ára Sophie Payten frá Sydney í Ástralíu. Hún er stödd hér á landi til þess að taka upp sína fyrstu breiðskífu með upptökustjóranum Alex Somers sem Íslendingar þekkja sem náinn samstarfsmann Sigur Rósar til fjölda ára.

gordi-reykjavik-26jan17-venue-tour-poster-hori-type-square

Gordi gefur út hjá hinu virta útgáfufyrirtæki Jagjaguwar sem á sínum snærum er með tónlistarfólk á borð við Bon Iver, Foxygen, Sharon Van Etten, Dinosaur Jr., Unknown Mortal Orchestra og svo má lengi áfram telja. Gordi hefur m.a. annars verið lofuð af virtum miðlum á borð við Stereogum, Pitchfork o.fl.

Heimsókn Gordi til Íslands eru ekki hennar fyrstu kynni af Íslandi því Sindri Már Sigfússon sem oftast er kenndur við Sin Fang og Seabear endurhljóðblandaði lag hennar „Taken Blame“ árið 2015.

Stúlkurnar í Rugl voru ekki nema 14 ára gamlar þegar þær stigu fyrst á stokk. Ljósmynd/Ruting

RuGl eru ungar að árum og voru ekki nema 14 ára gamlar þegar þær Guðlaug Fríða Helgadóttir og Ragnheiður María Benediktsdóttir stigu fyrst á stokk. Þær hafa brætt hjörtu með einlægum lagasmíðum og öruggum flutningi sínum. Þær komust í úrslit Músíktilrauna í fyrra og stóðu uppi sem sigurvegarar í Skrekk í nóvember í fyrra.

RuGl spiluðu sömuleiðis á Iceland Airwaves í fyrra og vöktu mjög jákvæða athygli og umtal fyrir sína framgöngu og flutning.

Næstkomandi fimmtudagskvöld mætast tónlistarkonurnar Gordi frá Sydney í Ástralíu og hljómsveitin RuGl úr Vesturbænum í Reykjavík á KEX Hostel við Skúlagötu 28.

„Það er heiður að fá að bjóða upp á tónleika með tveimur vonarstjörnum frá sitthvorum hluta heimsins.“ – Kex Hostel

Tónleikar Gordi og RuGl eru fríkeypis og hefjast stundvíslega klukkan 21:00.

Gordi – Can We Work It Out

Gordi – 00000 Million (A Capella)

Gordi – So Here We Are

RuGl – Thoughts (live)

 RuGl – Run (live)

Skrifaðu ummæli