ÁSTIN ER ENDURNÝJANLEG OG GEFUR ÞÉR FIÐRING Í MAGANN

0

vedis-3

Í dag frumsýnir Albumm.is glænýtt myndband með tónlistarkonunni Védísi Hervör við lagið „Blow My Mind.“ Védís er ein vinsælasta tónlistarkona landsins en fyrir skömmu sendi hún frá sér lagið „Grace“ við góðar undirtektir!

Hugmyndin á bakvið lagið og myndbandið er einkar falleg en þar er ástin í aðalhlutverki. Amma og afi Védísar héldu á dögunum upp á Demantsbrúðkaupsafmæli sitt en þau hafa verið gift í sextíu ár og er hugmyndin unnin út frá því.

„Blow My Mind fjallar um að ástin sé endurnýjanleg með sömu manneskjunni, að hún geti ennþá gefið þér fiðring í magann, heillað þig upp úr skónum án flugelda og töfrabragða. Hún bara er í öllu sínu veldi og það þarf ekkert meir. Til að gera þessum boðskap best skil koma svo amma mín og afi sem hafa haldið upp á demantsbrúðkaupsafmæli en siglt alls kyns ólgusjó í gegnum lífið. Svo þegar afi horfir á ömmu eftir meira en sextíu ár saman þá kemur þetta blik í augað, þessi aðdáun, þetta , „you still blow my mind“ með áherslu á „still.““ – Védís Hervör.

Amma og afi Védísar héldu á dögunum upp á Demantsbrúðkaupsafmæli sitt en þau hafa verið gift í sextíu ár og er hugmyndin unnin út frá því.

Védís og Þórhallur Bergmann sömdu lagið og útsettu ásamt Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Hljómjöfnun sá Sigurdór Guðmundsson um hjá Skonrokk Studios.

„Cyanide from cherrybites í viðlaginu er tilvísun í þetta bitter-sweet hversdagslega og að einhver nái manni bara ennþá eftir „allan þennan tíma.“ Fyrir utan það að cyanide finnst raunverulega í kirsuberjum en þá er ég kannski orðin of tæknileg. Cyanide eitrun getur drepið þig en kirsuberið er sætt. Mér finnst það svo kúl og það lýsir ástinni dálítið.“ – Védís Hervör.

Myndbandinu var leikstýrt af Dögg Móses, D.O.P. er Carolina Salas og myndbandið er framleitt af Freyja Filmwork. Daglegt líf ömmu og afa Védísar var hugmyndin að myndbandinu og Freyja Filmwork gerðu því góð skil.

Von er á fleiri útgáfum frá Védísi á árinu svo það er margt spennandi framundan hjá henni.

 

Skrifaðu ummæli