ÁSTARÆVINTÝRI GRÝLU OG HVERNIG UPPSTÚFUR ER RAUNVERULEGA BÚINN TIL

0

Dúóið Selma Hafsteinsdóttir og Elísa Hildur Þórðardóttir skipa comedy-bandið Bergmál en þær voru að senda frá sér tvö jólalög og bráðskemmtileg myndbönd.

Fyrsta lagið „Ástarævintýri Grýlu“ fjallar um óhamingjusamt hjónaband hennar með Leppalúða, ástarævintýri hennar eftir skilnað og að jólasveinarnir eru 14 talsinns ekki 13. Seinna lagið „Uppstúfur“ fjallar um jólasveininn Stúf og já, hvernig uppstúfur er búinn til.

Selma og Elísa eru báðar söngkonur og lagahöfundar hljómsveitarinnar og semja fyndna og stundum svolítið klúra texta til þess að létta lund áhorfenda, en á sama tíma er tónlist þeirra melódísk, grípandi og skemmtileg.

Bergmál verða með Dónajólatónleika í kvöld 6. desember á Gauknum og þann 16. desember í Stúdentakjallaranum. Það er frítt inn á báða tónleikana og fleiri frábærar tónlistarkonur koma fram.

Dónajól eru jólalegir tónleikar með góðum húmor og dónalegu ívafi.

Skrifaðu ummæli