ÁSTA GUÐRÚNARDÓTTIR SENDIR FRÁ SÉR SITT FYRSTA LAG OG MYNDBAND

0

ásta 2

Ásta Guðrúnardóttir gefur frá sér sitt fyrsta lag af sinni fyrstu plötu sem nú er í smíðum. Lagið heitir „Rósin” og fjallar um ástsjúka, göldrótta konu sem leitar sannrar ástar. Lagið er tekið upp í Studio Portal á Granda og hljóðblandað í Aldingarðinum af Magnúsi Leifi Sveinssyni, tónlistarmanni og hljóðmanni.

ásta

Ásta er 29 ára gömul og er frá Reykjavík. Hún lærði upptökustjórn og hljóðblöndun við SAE Institute í Amsterdam og hefur undanfarin misseri lært söng í Söngskólanum í Reykjavík. Hún hefur verið að gera tónlist í um tíu ár,en meira fyrir sjálfa sig en nú leggur hún sitt besta efni á plötu fyrir alheiminn.

Platan fjallar um hina eilífu leit að ástinni og spurt er um eðli kynjanna. Hvernig kona elskar karl og hvernig karl elskar konu. Ástin er endalaust viðfangsefni því innan þess rúmast allt annað.

Comments are closed.