„ÁST, VINNA OG LEIKUR EIGA STÓRAN HLUTA AF DAGLEGU LÍFI OKKAR“

0

image005-1

Ást, vinna og leikur eiga stóran hluta af daglegu lífi okkar og eru þessi þrjú atriði þemað í nýjum dansgjörningi sem verður prufukeyrður næsta sunnudagskvöld í Gym & Tonic.

„Parts of Life“ er heiti á samnorrænum dansgjörning sem verður frumsýndur í Finnlandi í janúar á næsta ári. Gjörningurinn er saminn af íslenskum, finnskum  og sænskum höfundum og gefst Íslendingum tækifæri á að verða vitni af prufukeyrslu á sunnudaginn.

11-ulfur-eldjarn

Úlfur Eldjárn

Hvort land fyrir sig vinnur með eitt þema og er þema Íslands tengsl í þessu verki. Tónlistina fyrir gjörninginn semur sjálfur Úlfur Eldjárn sem við þekkjum fyrir verk sín í kvikmyndum, leikhúsum og sömuleiðis sem meðlim hljómsveita á borð við Apparat Organ Quartet og Kanada.
Nánari upplýsingar má finna um verkið hér.

Skrifaðu ummæli