ÁST SEM EINKENNIST AF YFIRBORÐSMENNSKU OG KLÆKJUM

0

Tónlistarmaðurinn Bjartmar Þórðarson er nýbúinn að gefa út lagið „Players“ ásamt myndbandi, en lagið er þriðja lagið sem lítur dagsins ljós af EP-plötunni Deliria. Bjartmar semur bæði lag og texta en Magnús Leifur Sveinsson pródúseraði lagið með Bjartmari.

Players fjallar um valdaleikina sem eru leiknir í ástinni og þörfina fyrir að finna eitthvað sem er satt og einlægt. Ást sem einkennist ekki af yfirborðsmennsku og klækjum.

Stíllinn á Players er í grunninn elektrónískur eins og fyrri verkin af plötunni, en einnig er töluvert um lifandi hljóðfæraleik. Í Players má einnig finna áhrif frá kvikmyndatónlist áttunda og níunda áratugarins ásamt svolítinn draug Duran Duran og Bowie.“

Skrifaðu ummæli