ASKA – GRÁTÓNAR LP KOMIN ÚT

0

11075192_469472376564479_6709425331370400174_n

Tónlistarmaðurinn og ljóðskáldið Kristófer Páll Viðarsson en hann gengur undir listamannsnafninu aska og spilar rafræna, kalda og drungalega popptónlist sem á rætur sínar að rekja til kuldarokks bylgjunnar sem gekk yfir Evrópu á fyrri hluta níunda áratugs síðustu aldar.

Á síðasta ári kom fyrsta plata hans „grátónar“ út á stafrænu formi en nú hefur hún verið pressuð á vínyl í samstarfi við Ronju útgáfuna. Platan er nú  fáanleg í öllum helstu plötubúðum Reykjavíkur og beint frá útgáfunni.

Upplýsingar um útgáfutónleika verða gerðar opinberar bráðlega.

Ronja er lítil grasrótar útgáfa á vegum meðlima PBP hópsins. Áður hafa komið út útgáfur á hennar vegum með Kvöl, Knife Fights, Kælunni Miklu og Þóri Georg.

Comments are closed.