ÁSGEIR SENDIR FRÁ SÉR NÝTT LAG AF KOMANDI PLÖTU

0

asgeir

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti eða bara Ásgeir eins og hann kallar sig var að senda frá sér glænýtt lag en það ber heitið unbound. Lagið er tekið af væntanlegri plötu kappans Afterglow og bíða eflaust margir óþreyjufullir eftir henni. Ásgeir sló rækilega í gegn með plötunni Dýrð í dauðaþögn (In the silence) en hún seldist eins og heitar lummur eða í rúmlega þrjátíu þúsund eintökum.

Unbound býður upp á einstakan hljóðheim sem er drifinn af synthum og fallegum söng. Lagið gefur góða mynd af því sem koma skal en Ásgeir er búinn að eyða dágóðum tíma í að semja plötuna og ná því fram sem hann vill!  Afterglow kemur út 5 Maí næstkomandi á vegum One Little Indian.

https://www.asgeirmusic.com

Skrifaðu ummæli