ÁSGEIR MEÐ NÝTT MYNDBAND OG SETUR AF STAÐ REMIX KEPPNI

0

Tónlistarmaðurinn Ásgeir hefur sent frá sér myndband við lagið „I Know you Know“ af annarri breiðskífu sinni, Afterglow. Tjarnargatan framleiðir myndbandið en leikstjórn er í höndum Baldvins Albertsson og Arnars Helga Hlynssonar. Myndbandið er tekið upp við bóndabæ í nágrenni Laugarbakka, heimabæ Ásgeirs og er að sögn leikstjóranna innblásið af nýlegu hægvarps verkefni Ásgeirs og RÚV, Beint á vínyl. Grunnhugmyndin er mjög einföld en í myndbandinu keyrir Ásgeir um á traktor og sinnir heyskap. Eins og oft gerist í skapandi vinnu kviknuðu síðan nokkrar skemmtilegar hugmyndir við eftirvinnslu myndbandsins og er endirinn dæmi um eina slíka.

„Við tókum þetta myndband upp í sveitinni minni. Gamli náttúrufræði kennarinn minn var svo góður að leyfa okkur að nota bóndabæinn hans og allar græjur í upptökurnar. Allt var þetta skotið á nokkrum klukkutimum í frábæru veðri og góðum fíling.“ – Ásgeir

Ásgeir hefur einnig sett af stað remix keppni fyrir lagið í samstarfi við MetaPop en áhugasamir geta sent inn eigin endurhljóðblöndun af laginu fyrir 11. október og átt möguleika á að vinna til veglegra verðlauna.

Ásgeir er þessa stundina staddur í San Diego í Bandaríkjunum þar sem hann er á rúmlega mánaðarlangri tónleikaferð sem hófst í Vancouver í Kanada og lýkur á tónlistarhátíðinni Austin City Limits 7. október. Frá Bandaríkjunum heldur Ásgeir til Evrópu þar sem hann verður á tónleikaferð út nóvember með stuttri viðkomu í Japan annars vegar og á Íslandi hins vegar þar sem hann kemur fram á tvennum tónleikum á vegum Iceland Airwaves – í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 2. nóvember og í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 3. nóvember.

Remix keppnina má sjá hér

Næstu tónleikar Ásgeirs:

Boulder: Lau 16. sept @ Fox Theatre

Chicago: Þrið 19 sept @ Bottom Lounge

Minneapolis: Fim 21. sept @ Fine Line Music Cafe

Detroit: Lau 23. sept @ Magic Stick

Toronto: Sun 24. sept @ The Great Hall

Montreal: Þrið 26. sept @ Corona Theatre

New York: Mið 27. sept @ Irving Plaza

Cambridge: Fös 29. sept @ The Sinclair

Philadelphia: Sun 1. okt  @ Union Transfer

Washington DC: Mán 2 okt @ Sixth and I Historic Synagogue

Nashville: Mið 4. okt @ Mercy Lounge

Dallas: Fös 6. okt @ Gas Monkey Bar N’Grill

Austin: Lau 7. okt @ Austin City Limits

 

París: Fim 12. okt @ Bataclan

Groningen: Lau 14. okt @ De Oosterpoort

London: Mán 16. okt @ Roundhouse

Liverpool: Þrið 17. okt @ Arts Club

Utrecht: Fim 19. okt @ Tivoli/Vredenburg

Hamburg: Fös 20. okt @ Docks

Copenhagen: Lau 21. okt @ Koncerthuset

Stockholm: Sun 23. okt @ Dabaser Strand

Oslo: Þrið 24. Oct @ Rockefeller Music Hall

Trondheim: Fim 26. okt @ The Grand Hall

Basel: Sun 29. okt @ Baloise Session

 

Akureyri: Fim 2. Nóv @ Hof (Iceland Airwaves)

Reykjavík: Fös 3. Nóv @ Harpa (Iceland Airwaves)

 

Tokyo: fös 9. nóv @ Studio Coast

Osaka: Lau 10. nóv @ Quattro

 

Caen: Fös 17. nóv @ BBC Caen

Antwerpen: Lau 18. nóv @ Trix

Berlin: Mán 20. nóv @ Huxleys

Leipzig: Þrið 21. nóv @ Werk 2

Munich: Mið 22. nóv @ Theaterfabrik

Dornbirn: Lau 25. nóv @ Conrad Sohm

Linz: Sun 26. nóv @ Posthof

Vienna: Þrið 28. nóv @ Arena Club

Skrifaðu ummæli