ÁSGEIR, EMILÍANA TORRINI AND THE COLORIST OG FLEIRI LISTAMENN TILKYNNTIR Á ICELAND AIRWAVES 2017

0

ia-announce-feb-1

Iceland Airwaves tilkynnti í dag fyrstu listamennina sem koma fram á hátíðinni í ár.  Meðal þeirra sem munu koma fram eru Ásgeir, Emilíana Torrini and The Colorist, Benjamin Clementine, Arab Strap, Emmsjé Gauti, Glowie ofl. Sjá allan listann að neðan. Iceland Airwaves tónlistarhátíðin verður haldin í 19. skipti dagana 1. – 5. nóvember nk. Miðasala hófst í gær 1. febrúar kl. 12 á tix.is Hægt verður að kaupa miða á sérstöku Earlybird verði en um takmarkað slíkra miða verður í boði.

Listamenn sem koma fram:

Arab Strap (SCO)
Ásgeir
Auður 
Be Charlotte (SCO)
Soffía Björg
Benjamin Clementine (UK)
Emmsje Gauti
GKR
Glowie
Gurr (DE)
Hatari
Hugar
Daniel OG (UK)
Kelly Lee Owens (UK)
RuGl
Emiliana Torrini & The Colorist (IS/BE)
Xylouris White (GR/AU)

Emilíana Torrini And The Colorist kemur fram á hátíðinni í ár.

AKUREYRI
Eins og tilkynnt hefur verið mun hátíðin einnig vera haldin á Akureyri þar sem boðið verður upp á dagskrá í tvo daga og verða því enn fleiri möguleikar í boði fyrir hátíðargesti.

Eftirfarandi möguleikar eru í boði á Iceland Airwaves 2017:
Í boði verður að kaupa þrjár gerðir af miðum:
1) Almennur miði, gildir á alla viðburði hátíðarinnar,earlybird 17.900 kr, fullt verð 21.900 kr.
2) Akureyrarmiði, gildir á alla viðburði hátíðarinnar á Akureyri, 8.900 kr.
3) Akureyri + viðbót, gildir á alla viðburði hátíðarinnar á Akureyri og í Reykjavík dagana 4. og 5. nóvember, 14.900 kr.

Ásgeir kemur fram á hátíðinni í ár.

Af þeim listamönnum sem tilkynntir voru í dag sem einnig koma fram á Akureyri eru Ásgeir, Benjamin Clementine (UK), Emiliana Torrini and the Colorist (IS/BE), Arab Strap (SCO), Emmsjé Gauti, GKR og Xylouris White (GR/AU).

Ásgeir mun halda sérstaka tónleika í Eldborg í Hörpu þar sem miðaafhending verður fyrir armbandshafa eftir „fyrstur kemur, fyrstur fær“ reglunni. Það stefnir í stórt ár hjá Ásgeiri og mikil eftirvænting hefur verið eftir nýju efni en gaf hann út fyrsta lagið af væntanlegri plötu á dögunum.

Skrifaðu ummæli