ASDFHG SPILAR Á HLEMMUR SQUARE Í KVÖLD 19. JANÚAR

0

Steinunn Sigþrúðardóttir Jónsdóttir og Orri Úlfarsson skipa hljómsveitina asdfhg.

Ein eftirtektaverðasta sveit landsins kemur fram á fríum tónleikum á Hlemmur Square. Hljómsveitina skipa þau Steinunn Sigþrúðardóttir Jónsdóttir og Orri Úlfarsson og hafa þau vakið mikla athygli fyrir tónlist sína.

Fyrsta  plata sveitarinnar, Steingervingur EP,  kom út öllum að óvörum í desember 2015. Þá var hljómveitin nafnlaus og Steinunn gerði plötuna að mestu ein síns liðs. Platan vakti mikla athygli og séstaklega þar sem enginn vissi nein deili á hljómsveitinni, ekki einu sinni hvað hún hét. Platan hlaut síðan Kraumsverðlaunin og í kjölfarið tók hún upp nafnið asdfhg og fór að koma fram opinberlega.

Hljómsveitin var valin af Múm til að koma fram á off venue dagskrá Hlemmur Square á Iceland Airwaves og birti Múm í kjölfarið mynd af þeim á samfélagsmiðlum sínum undir yfirskriftinni ,,The New MÚM!” eða hin nýja Múm. Ekki amarlega fótspor að feta í þar.

„Við á Hlemmi Square erum sérstaklega ánægð að bjóða þau velkomin aftur og hvetjum sem felsta til að koma og berja hljómsveitina augum, en þau byrja að spila klukkan 21:00 og er frítt inn.“

Skrifaðu ummæli