ÁSA BLANDAR SAMAN ÓLÍKUM STEFNUM Í SÍNU FYRSTA LAGI

0

asa-1

Tónlistarkonan Ása sendir í dag frá sér sitt fyrsta lag og myndband sem ber heitið „Paradise Of Love“ Á barnsaldri sýndi Ása tónlistinni mikinn áhuga en á unglingsaldri byrjaði hún að syngja og taka upp tónlist og hefur ekki stoppað síðan!

asa-2

Ásu finnst gaman að blanda saman ólíkum tónlistarstefnum en áhrifavaldar hennar eru meðal annars Norah Jones og Johnny Cash. Rödd Ásu einkennist af krafti og þegar hlustað er á söng hennar má heyra tónsvið sem grípur mann auðveldlega! Greinilegt er að tónlistin kemur frá hjartanu og erfitt er að sogast ekki inn í hennar hugarheim!

Myndbandið er virkilega skemmtilegt en þar sést Ása ganga inn í einskonar nútíma hippa samkomu, alls ekki slæmt það! Það er greinilegt að mikið hefur verið lagt í bæði lag og myndband sem skilar sér fullkomlega.

Spennið beltin gott fólk því það er á hreinu að Ása er komin til að vera!

http://asaelinar.com/

Comments are closed.