ÁSA BIRTIR UPP SKAMMDEGIÐ

0

Ljósmynd: Sorelle Amore

Tónlistarkonan Ása var að senda frá sér brakandi ferskt lag sem ber heitið „Always“ en hún sendi frá sér sitt fyrsta lag „Paradise Of Love“ nú fyrir skömmu. Það má segja að tónlistin hafi fylgt Ásu nánast allt hennar líf en hún er með kraftmikla rödd sem grípur hlustandann frá fyrstu nótu.

asa-2

Ása er tilnefnd sem nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum í ár og á hún þann heiður svo sannarlega skilið! „Always“ er hresst og skemmtilegt lag og óhætt er að segja að Ása birti upp skammdegið.

Þeir sem spila í laginu eru: Snorri Örn Arnarson – bassi, Bergur Einar Dagbjartsson – trommur, Reynir Snær Magnússon – gítar og Magnús Jóhann Ragnarsson – hljómborð.

Lagið er samið af Ásu og tekið upp í Stúdíó Hljómur .

Skrifaðu ummæli