ÁRSTÍÐIR OG MAGNÚS ÞÓR Á RÓSENBERG Í KVÖLD (AFTUR)!

0

Árstíðir og Magnús Þór héldu eftirminnilega tónleika á Rosenberg í gærkveldi og komust færri að en vildu.

Því hafa þeir félagar ákveðið að endurtaka leikinn í kvöld á Rosenberg kl. 21.30.

Undanfarna mánuði hefur þetta teymi drukkið saman kaffi og unnið að gerð breiðskífu sem mun samanstanda af lögum eftir Magnús Þór sem fæst hafa áður litið dagsins ljós. Árstíðir unnu með Magnúsi við útsetningu plötunnar og eru upptökur á lokastigi.

Á tónleikunum í kvöld munu bæði Árstíðir og Magnús Þór stíga á svið í sitt hvoru lagi, og munu síðan án efa flytja hljóðdæmi af væntanlegri breiðskífu.

Miðaverð 2.900 kr., forsala á Tix.is og tónleikarnir hefjast kl. 21.30.

Borðapantanir í síma 551 2442

Skrifaðu ummæli