ÁRSLISTI PARTYZONE FER FRAM Í KVÖLD

0

Það verður heljarinnar stuð á Xinu 977 í kvöld þegar hinn árlegi spariþáttur PartyZone, fer í loftið. Árslistinn 2017 verður framinn í allri sinni dýrð. Plötusnúðarnir hafa skilað inn sínum árslistum og PartyZone hefur tekið á móti atkvæðum frá hlustendum og áhugafólki um góða danstónlist. PartyZone listar ársins sem leið er síðan hent inn í púkkið og úr verður Árslistinn 2017.

Þátturinn hefst kl Kl 20:00 og stendur til miðnættis. Flutt verða Topp 50 lögin 2017 en einnig verður farið með dansannál ársins sem leið. Kaffibarinn mun síðan hýsa hið árlega árslistakvöld en DJ Andrés mun setja fyrstu plötuna á fóninn kl 22:00. DJ Yamaho klárar svo kvöldið og rífur þakið af kofanum.

Skrifaðu ummæli