ÁRSLISTI PARTY ZONE Á X-INU 977 OG Á PALOMA 23. JANÚAR

0

partyzz

Á laugardaginn næstkomandi er Party Zone dagur en þá verður árslisti elsta danstónlistarþátts landsins kynntur á X-inu 977. Einnig verður heljarinnar partý á skemmtistaðnum Paloma um kvöldið þar sem nokkrir af helstu plötusnúðum borgarinnar koma fram. Þátturinn er uppgjör allra plötusnúðanna fyrir árið sem leið en þetta er jafnframt stærsti þátturinn á hverju ári enda fjögurra tíma viðhafnarútgáfa.

PARTY 1

Sem fyrr byggir hann á vali um og yfir 50 plötusnúða, þáttastjórnenda, hlustenda og mánaðarlegum PartyZone listum síðasta árs. Fimmtíu bestu lögunum verða gerð góð skil ásamt því að fara yfir ýmsa lykilatburði síðasta árs í danstónlistinni. Topplag árslistans verður sett á fóninn rétt fyrir miðnætti.

party zone

Það verða Kristján Helgi Stefánsson, Helgi Már Bjarnason og Símon Gudmundsson sem munu flytja listann í beinni útsendingu frá því klukkan 20:00 til miðnættis.

Herlegheitin á Paloma byrja stundvíslega kl 23:00 en það eru Dj CasaNova og Dj Frímann sem sjá um stuðið á efri hæðinni og Már & Nílsen og Tommi White sem ætla að gera allt brjálað á neðri hæðinni!

Ekki láta þig vanta á danstónlistarkvöld ársins!

Best of 2015 Sample by Andres Nielsen on Mixcloud

Comments are closed.