ARON CAN SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ KLINK

0

aron 2

Aron Can er ungur og upprennandi tónlistarmaður úr Grafarvogi, en hann var að senda frá sér lagið Klink. Aron er sextán ára en hann byrjaði að gera tónlist árið 2013 og lét sitt fyrsta lag á veraldarvefinn árið 2014 sem heitir Augnablik. Kappinn er búinn að vera að þróa sinn stíl og telur sig hafa fundið hann nú.

Aron segir lagið Klink bera nýjan stíl í íslenskri tónlist og meira efni er væntanlegt frá honum þannig gaman verður að fylgjast með kappanum.

Comments are closed.