ARON CAN SENDIR FRÁ SÉR 14 LAGA PLÖTU!

0

Tónlistarmaðurinn Aron Can sendir í dag frá sér sína fyrstu breiðskífu en hún ber heitið Ínótt. Platan inniheldur fjórtán lög en það er Sticky Plötuútgáfan sem gefur plötuna út. Eins og flestir vita er Aron Can einn vinsælasti tónlistarmaður landsins en hann slóg rækilega í gegn með laginu „Enginn Mórall/Grunaður.“

Platan kemur í allar helstu plötuverlsanir landsins á morgun en hún verður fáanleg í dag í gallery port frá kl 16:00-20:00 og prikinu frá kl 20:00.

Plötunni verður fagnað í kvöld á Prikinu og má búast við miklu fjöri! Herlegheitin byrja stundvíslega kl 20:00 og er frítt inn!

Skrifaðu ummæli