ÁRNI KRISTJÁNSSON SENDIR FRÁ SÉR „BOOGIE MIXX 8“

0

boogie 2

Árni Kristjánsson er mikill tónlistargrúskari en hann var að senda frá sér ansi skemmtilegt og sérstakt Dj Mix sem nefnist „Boogie Mixx 8.“ Árni er enginn nýgræðingur þegar kemur að tónlist en kappinn er hluti af hinu margrómaða rapp tvíeyki The Zuckakis Mondeyano Project! Árni hefur verið lengi með safnaragenin í sér en hann hefur safnað vínylplötum í dágóðann tíma. Eftir að hafa sankað að sér Soul og funk plötum á Íslandi flutti kappinn til Tokyo Japan og þá fyrst fór áhuginn að magnast.

boogie 5

Þetta var eins og að grafa í botnlausum brunn, endalaust af plötum og endalaust af plötubúðum“ – Árni Kristjánsson

Árni var við nám í Tokyo en námið var mjög stressandi og plötukaup veitti honum hugarró en í leiðinni uppgvötaði hann allskonar frábæra tónlist.

„Fyrsta mixið sem ég gerði var allt af 12 tommu vínyl plötum en nýjasta mixið er allt tekið af fágætum 7 tommu vínyl plötum. Boogie, Modern Soul, funk og Disco má heyra í nýja mixinu og það er á hreinu að þú átt eftir að dilla þér“ – Árni Kristjánsson

boogie 4

Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á mixið en fleiri mix má finna á heimasíðu Árna :

http://www.arnikristjansson.com/

 

 

Comments are closed.