ARNI EHMANN SENDIR FRÁ SÉR NÝTT LAG AF VÆNTANLEGRI PLÖTU

0

Tónlistarmaðurinn Árni Ehmann var að senda frá sér glænýtt lag sem ber heitið „Small Talk” sem er tekið af væntanlegri plötu kappans. „Small Talk” er tekið upp af Arnari Guðjónssyni, Bassa Ólafssyni og Árna sjálfum. Arnar Guðjónsson útsetti og mixaði lagið en hann spilaði einnig á syntha og smá gítar.

Bassi ólafsson sá um trommuleik og Skarphéðinn Smárason plokkaði bassan.Síðast en ekki síst söng Daníela Ehmann bakraddir! Hér er á ferðinni frábært lag og hlakkar okkur mikið til að hlýða á plötuna sem er væntanleg!

Skrifaðu ummæli