Árni Ehmann sendir frá sér „Night Caller” – Grípandi og töff

0

Tónlistarmaðurinn Árni Ehmann var að senda frá sér glænýtt lag sem ber heitið „Night Caller.” Fyrir ekki svo löngu komu út lögin „Staring at The Moon” og „Small Talk” en öll lögin eru tekin af væntanlegri plötu kappans!

„Ég vil sérstaklega þakka Arnari Guðjónssyni hjá Aeronautstudio fyrir að taka lagið upp á annað level með syntha og gítarleik, upptökum, mixi og pródúseringu.“ – Árni Ehmann.

Einnig vill Árni þakka Bassa Ólafssyni hjá Tónverk fyrir frábærann trommuleik og upptökur, Skarphéðinn Smárason fyrir bassaleik, Finni Hákonarson fyrir snilldar Masteringu og Jónínu Bjarnadóttur fyrir “Cover Art.”

Ekki hika við að skella á play því hér er á ferðinni virkilega grípandi og töff lag!  

Skrifaðu ummæli