ARNAR STEINN KOMINN Á SAMNING HJÁ MOLD SKATEBOARDS / MYNDBAND

0

arnar 5
Íslenska hjólabrettafyrirtækið Mold Skateboards kom eins og stormur inn í Íslenska hjólabrettaheiminn með fyrstu brettum sínum sem skörtuðu þjóðþekktum persónum en í ögn öðruvísi stellingum sem flestir ættu að þekkja þær.

_DSC2947

Haukur Már Einarsson Mold Steinar Fjeldsted Albúm Ómar Örn Hauksson
Síðan fyrstu brettin litu dagsins ljós hefur verið mikið að gerast í herbúðum Mold Skateboards en smíðavinnan er í fullu fjöri, grafík vinnslan er einnig í fullu fjöri og bolaframleiðsla er hafin svo fátt sé nefnt. Stefnt er á að stórt upplag af brettaplötum og bolir komi í verslanir fyrir jól.

arnar skate 4
Arnar Steinn er einn helsti brettasnillingur landsins og hefur hann verið það í yfir tuttugu ár. Kappinn var á samning hjá goðsagnakenndu hjólabrettabúðinni Týnda Hlekknum og hefur hann tekið þátt í fjölda móta og rennt sér um götur borgarinnar eins og enginn er morgundagurinn.

arnar skate 2

arnar skate 3
Arnar Steinn er kominn á samning hjá Mold Skateboards og er hann fyrsti kappinn til að ganga til liðs við fyrirtækið.
Arnar eyddi einni kvöldstund í skateparki Brettfélags Hafnarfjarðar og var skellt í þetta skemmtilega myndband.

Comments are closed.