ARNAR GUÐJÓNSSON SENDIR FRÁ SÉR PLÖTUNA GREY MIST OF WUHAN

0

arnar

Tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Arnar Guðjónsson er margt til lista lagt en margir tengja hann við hljómsveitina Leaves. Arnar er með mörg járn í eldinum eins og t.d. taka upp eigið efni en hann vinnur að sinni fyrstu sólóplötu um þessar mundir einnig er kappinn iðinn við að taka upp, hljóðblanda og útsetja tónlist í hljóðverinu sínu Aeronaut Studios svo fátt sé nefnt.

arnar wuhan

Grey Mist Of Wuhan er ný plata úr smiðjum Arnars en nafnið má rekja til borgarinnar Wuhan í kína.

„Ég var að spila í Wuhan í Kína en þar er mikil mengun og stundum er hún svo mikil að maður sér nánast ekkert fyrir henni. Einn daginn var ég að ganga um götur borgarinnar og mér fannst vanta svokallað soundtrack við stemmingu borgarinnar. Ég ákvað því að skella í eitt slíkt og útkoman er þessi.“ – Arnar Guðjónsson.

Grey Mist Of Wuhan er virkilega flott í alla staði og virkar einkar vel í heyrnatólum á gangi um götur borgarinnar!

Comments are closed.