ÁRLEGA TÓNLISTARHÁTÍÐIN MELODICA REYKJAVÍK FER FRAM Á KEX HOSTEL 25. – 27. ÁGÚST

0

Freyja mun koma fram á hátíðinni í ár.

Í ár fagnar alþjóðlega tónlistarhátíðin Melodica Reykjavík merkum áfanga en hún er nú haldin í tíunda skiptið. Hátíðin á rætur að rekja til Melbourne í Ástralíu þar sem fyrsta Melodica hátíðin var haldin árið 2007. Í þessi 10 ár hefur Melodica hátíðin verið hluti af ört vaxandi alþjóðlegu tengslaneti smárra sjálfstæðra tónlistarhátíða sem allar eiga sér það sameiginlega markmið að byggja upp og efla samfélag og samstarf tónlistarfólks á hverjum stað og á milli landa.

Roosmarijn frá Hollandi mun spila á hátíðinni í ár.

Hundruð listamanna hafa komið fram á hátíðinni á undanförnum 10 árum, og má þar nefna Myrru Rós, Pétur Ben, Meadows frá Svíþjóð og PHIU frá Ástralíu. Íslenskt tónlistarfólk hefur einnig látið að sér kveða á Melodica hátíðum erlendis, þar á meðal Marteinn Sindri, Svavar Knútur og Danimal sem komið hafa fram meðal annars á Melodicu í París, Berlín og New York. Hátíðin hefur breiðst út um víða veröld og er hún í dag einnig haldin í Þýskalandi, Frakklandi, Bandaríkjunum, Danmörku, Hollandi, Englandi, Noregi og Austurríki.

I’m Kingfisher frá Svíðþjóð kemur fram.

 Melodica Reykjavík fer fram á Kex Hostel dagana 25. til 27 ágúst næstkomandi. Þar mun fjöldi tónlistarfólks koma fram, jafnt innlent sem erlent. Má þar nefna Town of Saints og Roosmarijn frá Hollandi, Keto frá Englandi og I’m Kingfisher frá Svíðþjóð auk Ceasetone, Símon Vestarr og Hannah Corrinne ásamt mörgum fleirum.
Aðgangur er ókeypis en áhorfendur eru hvattir til að styðja hátíðina með frjálsum framlögum sem notuð eru til að greiða niður ferðakostnað erlenda tónlistarfólksins en hátíðin hefur frá upphafi verið fjármögnuð með þeim hætti.

Skrifaðu ummæli