ARI MA & MUTED SENDA FRÁ SÉR LAGIÐ „GYÐJUR“ OG BREIÐSKÍFUNA HUGARFAR

0

muted

Ari Ma & Muted voru að senda frá sér breiðskífuna Hugarfar en kapparnir hafa verið að senda frá sér nokkur lög og myndbönd að undanförnu. Lagið „Gyðjur“ er nýjasta nýtt frá strákunum en það má segja að þetta sé Hip Hop af gamla skólanum.

muted 3

„Alheimurinn leiddi mig og Muted saman í gegnum internetið. Frændi minn benti honum á lag sem ég gerði um landnámsmann og Muted hafði samband við mig, þá var ég staddur í Ekvador og við spjölluðum saman í gegnum netið. Mér líkaði strax vel við hann og tónlistina sem hann var að gera. Við töluðum um að gera plötu“  Ari Ma

Hægt er að hlusta á plötuna Hugarfar í heild sinni hér 

Comments are closed.