ARI MA & MUTED SENDA FRÁ SÉR LAGIÐ „GERI EKKI GREINARMUN“ OG BREIÐSKÍFA Á LEIÐINNI

0

ari 2

Muted (Bjarni Rafn Kjartansson ) og Ari Ma (Ari Másson) skipa Hip Hop dúettinn Ari Ma & Muted en þeir hafa verið að senda frá sér nokkur lög að undanförnu. Muted er hvað þekktastur fyrir raftónlist en sest hér í stól Hip Hop pródúsent og gerir hann það afar vel.

muted
„þetta er fyrsta lagið sem við tókum upp saman, ég fór frá Egilsstöðum til Ara, þar sem hann var að vinna sem landvörður í Hljóðaklettum í júní í sumar og við tókum lagið upp í landvarða-skálanum þar. Þetta er beat sem átti upphaflega að fara í ruslið en Ari endurvakti það og lífgaði það algjörlega við.“ – Muted
Ari Ma & Muted eru að leggja lokahönd á sínu fyrstu breiðskífu sem ber nafnið „Hugarfar“ og er hún væntanleg í lok Október.


 Tengdar Færslur:

http://albumm.is/tonlistarmyndband-med-raftonlistarmanninum-muted/

http://albumm.is/breidskifan-muted-world-med-muted-kemur-ut-morgun-14-januar/

http://albumm.is/muted-world-med-austfirska-taktasmidnum-muted/

http://albumm.is/muted/

Comments are closed.