Arcade Fire lofar góðu geimi í kvöld – Framúrskarandi tónleikavseit

0

Eins og flest allir vita er Kanadíska hljómsveitin Arcade Fire að halda heljarinnar tónleika í Laugardalshöll í kvöld en sveitin er ein sú vinsælasta í heiminum í dag!

Win Butler og Josh Deu stofnuðu Arcade Fire í Montreal í Kanada árið 2001 en Win og Josh hittust í menntaskóla. Tónlistaráhuginn leyndi sér ekki og upp hófst sameiginleg tilraunastarfsemi á hin ýmsu hljóðfæri. Árið 2002 lá leiðin á sveitasetur á Mount Desert Island, gagngert til að taka upp fyrstu EP plötu sveitarinnar sem heitir einfaldlega Arcade Fire.

Á þessum tíma var mikil spenna innan sveitarinnar og talsvert var um árekstra! Butler og bassaleikarinn Myles Broscoe lenti saman og hætti sá síðarnefndi í sveitinni í miklu fússi. Seinna var það Reed sem sagði skilið við sveitina en uppsögnin átti sér stað uppi á sviði á miðjum tónlekum!

Arcade Fire landaði plötusamning við plötufyrirtækið Merge Records en fyrsta breiðskífa sveitarinnar Funeral kom út árið 2004. Funeral fékk frábærar viðtökur út um allan heim og túraði sveitin linnulaust út árið 2005. Seint árið 2005 hitaði sveitin upp á þrennum tónleikum fyrir Írsku rokkarana í U2 og gerði hún allt brjálað þegar hún steig á svið með Írunum og spilaði lagið „Love will tear us apart” með hljómsveitinni Joy Devision.

Fjölmargar plötur fylgdu í kjölfarið og má þar nefna Neon Bible (2007) The Suburbs (2010) og Everything Now (2017). Sviðsframkoma sveitarinnar þykir ein sú flottasta í heiminum í dag og ríkir svo sannarlega mikil spenna fyrir tónleikunum í kvöld! Sveitin lofar góðu geimi og má heyra alla smelli sveitarinnar í bland við vel valdna gullmola.

Húsið opnar kl 20:00 en íslenska hljómsveitin Kiriyama Family stígur á svið kl 21:00 og sér um að koma mannskapnum í gírinn. Arcade Fire stígur á svið stundvíslega kl 22:10.

Hægt er að nálgast miða á Tix.is

Everythingnow.com

Hr. Örlygur

Skrifaðu ummæli