ÁRAMÓTAFÖGNUÐUR Á PALOMA

0

PALOMA 1

Jæja þá er seinasti dagur ársins runnin upp og því ber að fagna! Allir skemmtistaðir bæjarins eru með eitthvað djúsí á boðstólnum og er Paloma þar engin undantekning. Dj Katla, Dj Frímann og Kanilsnældur ætla að sjá um stuðið en það er vissara að mæta á dansskónnum og skella bindinu um ennið því búast má við miklum látum!

PALOMA1

Dj Katla er dansunnendum góðkunn en hún hefur staðið við spilarana um þónokkurt skeið við góðar undirtektir.

Dj Frímann er einn ástsælasti plötusnúður okkar Íslendinga en hann hefur haldið uppi fjörinu allt frá Rave tímabilinu hér á klakanum.

Kanilsnældur kunna sitt fag og þeirra einkennismerki er að halda öllum á tánnum allt kvöldið.

Miðinn kostar litlar 2000 kr. og hægt er að kaupa miða á Tix.is. Einnig er hægt að kaupa miða við innganginn. Húsið opnar stundvíslega kl 01:00

Comments are closed.