ÁR HVERT SÝNIR RIFF FJÖLDAN ALLAN AF STUTTMYNDUM

0

 

Ár hvert sýnir RIFF fjöldan allan af nýjum íslenskum stuttmyndum. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá viðtal við nokkra upprennandi kvikmyndagerðamenn og leikara sem að komu að myndunum í stuttmyndapakka 1 á RIFF 2017.

Myndin Distant Constellation keppir um aðalverðlaun RIFF í ár, gullundan sjálfan. Þessi draumkennda mynd gerist á elliheimili í Istanbúl. Íbúar sem lifað hafa tímana tvenna baða sig í athygli myndavélarinnar. Þau eru stríðnispúkar, sagnfræðingar og kvennabósar. Á meðan íbúarnir eru staddir í hálfgerðu limbói innan dyra umbreyta ógnandi byggingaframkvæmdir fyrir utan landinu. Myndin vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Locarno.

Hér má sjá stutt brot úr spurt og svarað spjalli að lokinni sýningu myndarinnar. Fyrir svörum sitja leikstjóri myndarinnar Shevaun Mizrahi og framleiðandi hennar Deniz Buga.

 

Myndin My Father from Sirius var sýnd sem hluti af finnskum fókus RIFF í ár. Myndin er heimildamynd og segir frá æsku Einaris hefði getað verið eins og hjá hverjum öðrum finnskum strák. En allt breyttist þegar pabbi hans fékk uppljómun og hóf að eiga samskipti við verur utan úr geimnum.

Við hittum fyrir Einari Paakkanen aðalpersónu og leikstjóra myndarinnar að sýningu lokinni.

Riff.is

Skrifaðu ummæli