APATHY ER FYRSTA SÓLÓLAG EINARS VILBERG

0

Apathy_Artwork

Einar Vilberg sendi síðastliðinn mánudag frá sér lagið „APATHY” en lagið er það fyrsta sem fær að hljóma á öldum ljósvakans af væntanlegri fyrstu sóló plötu Einars. Á plötunni sér Einar Vilberg sjálfur um nánast allan hljóðfæraleik og söng en platan samanstendur að mestu af söng, gíturum, bassa og trommum.

Stefán Vilberg og Valdimar Kristjánsson úr hljómsveitinni NOISE eru honum þó til halds og trausts í tveimur lögum á plötunni. Einar annaðist sjálfur upptökur, hljóðblöndun og masteringu á plötunni sem unnin var í stúdíói þeirra NOISE bræðra Hljóðverki nú á dögunum.

EV mynd_1

Einar Vilberg gaf síðast út plötuna Echoes með NOISE í apríl 2016 en platan fékk frábæra dóma hjá gagnrýnendum sem og hjá aðdáendum bandsins.

„Sóló platan sem ég er að fara senda frá mér á næstu vikum er plata sem ég hef unnið að síðastliðna átta mánuði og hefur verið mjög krefjandi en skemmtilegt verkefni. Ég er ánægður með plötuna og er spenntur að gefa hana út. NOISE munu svo hefja upptökur á nýrri plötu í vetur.” – Einar Vilberg um stöðu hljómsveitarinnar.

Lag og texti: Einar Vilberg
Gítar, Söngur og Trommur: Einar Vilberg
Bassi: Stefán Vilberg

www.einarvilberg.com
www.facebook.com/einarvilbergmusic

Comments are closed.