ANTON ÖRN ARNARSON

0

photshoot fyrir landsbjörg

Anton Örn Arnarson er 23 ára BMX snillingur búsettur í Garðabænum. Hann er menntaður húsasmiður en óhætt er að segja að BMX hefur átt hug hanns allann seinustu árin. Anton er orðið vel þekkt nafn innan BMX senunnar útum allan heim en hann hefur margoft keppt erlendis með góðum árangri. Nokia kom til landsins og gerði Vídeó með kappanum, hann hefur drepið tvær tennur í sér og fengið frítt Botox í efri vörina svo fátt sé nefnt. Anton er án efa einn af okkar langbestu BMX gaurum á Íslandi en ekki nóg með það heldur er Anton mikið eðalmenni í alla staði!


Hvenær og af hverju byrjaðir þú á BMX?

Þetta byrjaði allt saman þegar ég sá pabba prjóna eftir götunni heima. Ég varð að prófa þetta og byrjaði þá að æfa mig. Ég kynntist Emil í Kría Cycles en hann var þá að vinna í Útilíf. Emil seldi mér mega nice framdempara hjól úr Útilíf og fljótlega eftir það byrjaði ballið!! Ég fór að stökkva fram af tröppum, húsaþökum og bílskúrum og svo þróaðyst áhuginn út í downhill (fjallabrun). Emil reddaði því auðvitað og seldi mér sitt eigið tveggja dempara hjól. Ég fór að keppa og vann allar mínar keppnir í unglingaflokki. Árið 2007 kynnti Emil mér fyrir BMX senunni á Íslandi og ég kolféll fyrir því. Kynntist þessum fáu strákum sem voru að stunda BMX á þessum tíma og eru þeir mínir bestu vinir í dag.

Laugardalurinn

Hvað varstu gamall á þessum tíma?

Ég fékk fyrsta BMX hjólið mitt árið 2007 og er búinn að vera að hjóla alveg stanslaust síðan. Árið 2012 flutti ég til New Hampsire í Boston í sex mánuði. Þar braut ég á mér ökklann og var rúmliggjandi í mánuð. Rétt eftir að ég kom heim viðbeinsbraut ég mig og þurfti að fara í aðgerð en það gerðist reyndar á fjallahjóli þar sem ég var að asnast á einhverri langstökkskeppni. Þetta var daginn áður en ég átti að hitta Nokia liðið. Nokia var semsagt á leiðinni til landsins að gera vídeó með mér. Ég hafði samband við Nokia og þeir seinkuðu ferðinni fyrir mig og komu um tveimur mánuðum seinna.

1102390_732304170122080_1230946640_o

1548137_732303890122108_1073744535_o

1781353_732303666788797_1883307623_o

NOKIA 2

Jökulsárlón með NOKIA

Hvaða Nokia ævintýri var þetta?

Það eru tveir franskir vídeó gaurar sem vinna fyrir Nokia. Þeir fengu að velja sér einhvern gaur frá Evrópu til að gera vídeó með. Þeir höfðu séð vídeó með mér og þeir höfðu samband við mig. Ég bara „já djöfull er ég til í þetta, komið þið!“ Þeir komu og voru í viku eða tíu daga og tóku þetta upp. Þetta vídeó er hugsað sem 50/50 Íslensk náttúra og BMX. Mér leið eins og kóng. Nokia borguðu allt  undir mig á meðan þeir voru hérna. Allan mat, bensín og ég fékk líka fullt af seðlum fyrir að vera með í þessu projecti, Algjör snilld!

Ert þú kominn á spons einhverstaðar?

Já ég er sponseraður af Muvi sem er frekar skrítið fyrirtæki. Þetta er í rauninni  græju fyrirtæki en eru líka með snjóbretti o.fl. Þeir komu til Íslands árið 2012 og með í för voru tveir heimsfrægir fjallahjólagaurar. Emil hjá Kría hringir í mig og segir mér að koma og hitta þá. Ég geri það og þeim leist helvíti vel á mig. Byrjuðu að senda mér drasl og buðu mér svo út til að keppa en sú keppni gekk ekkert svo vel. Keppnin var í risa parki og ég er ekkert vanur því enda engin slík aðstaða hérlendis. Einnig er ég sponseraður af Montain Dew á Íslandi, þeir eru búnir að vera mjög góðir við mig. Ég er líka með spons frá Mohawks og hef verið með það alveg frá fyrsta Lex Games. Leon er búinn að hugsa mjög vel um mig! Einnig er ég með spons frá Rite.se sem er stærsta BMX mailorder í Evrópu.

No proof no glory  veho-world.com

Ertu orðinn þekktur í BMX heiminum erlendis?

Já alveg miklu meira en ég hélt. Þeir hjá Rite.se buðu mér út að keppa árið 2013. Þegar ég mætti út var ég nýbúinn að gera vídeó. Það höfðu flest allir séð þetta vídeó og vissu nafnið mitt og svona, Það kom mér mjög á óvart. Ég er mjög hógvær og fyrir mér eru allir jafnir. Ég fýla ekki pressu og finnst eitthvað rangt við það að keppa við vini mína. Ég fór á nokkrar keppnir í Bandaríkjunum en ekki beint til að taka þátt en þar var fullt að fólki að koma að mér og spyrja hvort ég væri ekki Anton frá Íslandi. Ég hef verið mjög duglegur við að gera vídeó og þau hafa verið byrt á öllum helstu BMX vefsíðum heims. Árið 2011 gerði ég vídeó vikulega og það varð frekar mikið hype í kringum það. Ég viðurkenni það að ég er búinn að vera frekar latur við það undanfarið en það er aðallega útaf meiðslum. Síðan árið 2012 er búið að vera eitthvað vesen á mér. Á seinasta ári fór ég í aðgerð á hné, ég fékk brjósklos í fyrra en ég get nú samt ekki kennt BMX-inu um þetta allt, alls ekki. Ef ég fer aðeins lengra aftur þá var það Árið 2008 að við nokkrir félagarnir fórum til keflavíkur nánar tiltekið á gamalt skatepark sem var á vellinum. Skateparkið var allt fúið og frekar illa farið. Ég er að slæda á einhverju raili þarna en svo bara man ég ekkert meira, vaknaði bara uppá spítala. Ég datt semsagt fram fyrir mig og beint á andlitið, drap tvær tennur, fékk frítt bótox í efri vörina og einhver ör í andlitið. Uppfrá þessu byrjaði ég að nota hjálm og hef notað hjálm alveg síðan, sem er mjög gáfulegt, mér er alveg sama hvað öðrum finnst.

faceplant 2008

Út í Bandaríkjunum er mikið trend fyrir því að vera ekki í hlífum og derhúfu á hausnum að hjóla … ég held að það sé hvergi annars staðar í heiminum heldur en á Íslandi þar sem 99% af BMX riderum noti hjálm. Við erum alveg með’etta!! Ég var t.d. í Los Angeles fyrir áramót og mætti á risa street jam hjá The Come Up sem er ein virtasta BMX vefsíða í heiminum í dag. Það var hjólað um downtown LA og stoppað og spottum og ég var valinn „rider of the jam“. Þarna komu gaurar sem ég hef alltaf litið upp til í BMX heiminum og tóku í höndina á mér og hrósuðu mér oflr.. pretty stoked! Ætli það hafi ekki verið svona þrír eða fjórir gæjar með hjálm af 70 gaurum á jam-inu.

Þú hefur verið með BMX námskeið er það ekki?

Jú, ég og Benni byrjuðum á því seinasta sumar og vorum þá með aldurinn sjö til fjórtán ára. Það gekk alveg sjúklega vel og fór alveg fram úr okkar björtustu vonum. Við prentuðum plaköt, fórum með þau í skólana og vonuðum bara það besta. Benni sagði t.d upp í vinnunni þannig þetta varð að ganga upp. Við vonuðumst eftir að fá átta krakka á hvert námskeið en enduðum á að taka allt uppí 14 krakka á hvert námskeið og lá við að við þyrftum að segja nei, alveg magnað! Þetta er eitt af því skemmtilegra sem ég hef gert og alveg rosalega gaman að vinna með þessum krökkum.  Fyrsta námskeið sumarsins 2015 hefst 15.júní til 19.júní.

Skráningar fara fram á: bmxnamskeid@gmail.com og frekari upplýsingar eru að finna hér 

bmx namskeið poster

Mynd frá námskeiðinu 2014

Þú ert nýkomin frá Bandaríkjunum er það ekki?

Jú, ég og Tommi félagi minn fórum út en hann er reyndar ekki hjólagaur í dag. Hann var það og ég meira að segja leit upp til hans þegar ég var að stíga mín fyrstu skref á fjallahjólinu. Við ákváðum að skella okkur út í tvo mánuði. Þetta var eiginlega ekkert planað en við vissum að við ætluðum til Kaliforníu og Las Vegas og eitthvað. Við gistum í skottinu á bíl í tvo mánuði.

HAM-AM keppni Long Beach, LA

Voruð þið ekkert smeykir við að sofa víðsvegar um Bandaríkin í bíl?

Nei, öll skiptin keyrðum við inn í einhver fancy hverfi og fundum eitthvað flott hús og gistum fyrir framan. Við vorum með fjögur Surf bretti, eitt BMX hjól og fjórar ferðatöskur. Það var alveg þvílíkt troðið hjá okkur en þetta var alveg geðveikt sko! Alltaf á ströndinni og svona en þetta var orðið svolítið ógeðslegt hjá okkur í endann svipað eins og að gista niður á strönd, það var svo mikill sandur í lakinu. Í þessari ferð var BMX-ið ekki í fyrsta sæti en ég hjólaði á þessu TheComeUp jam-i sem ég var að tala um áðan og í einni keppni. Ef maður vill gera BMX að einhverju meira en bara hobbí þá er Kalifornía miðpunktur BMX-isins. Það er kannski gaman að segja frá því en árið 2013 var mér boðið að keppa á X games. Það var þannig að ég sendi vídeó út í keppni sem heitir Red Bull Phenon. En út frá því yrðu fimm til tíu manns valdir til að taka þátt í X games í Los Angeles. Stuttu seinna fékk ég þetta mail:

Congratulations, you have been selected to compete in this years
Red Bull Phenom BMX competition in Los Angeles! My name is Adam and my
company is helping to coordinate everything regarding Red Bull
Phenom. 

The dates of travel for this event are Wednesday July 31st –

Saturday
August 3rd.Red Bull will be covering flights, lodging, meals,

transportation, and transportation costs (like bagagge fees) for
you
and a chaperone if you would like to bring one.

Áður en ég svaraði meilinu ákvað ég að kíkja inná Red Bull Penon síðuna og tékka á nánari upplýsingum en nei nei þá sá ég að þessi keppni var bara fyrir 18 ára og yngri og ég 21 árs. Þetta var mjög svekkjandi en svona er víst lífið. Í staðin fyrir að fara á X games sat ég pungsveittur á rúmstokknum heima, með fjarstýringuna í annarri og Montain Dew í hinni að horfa á keppnina live í sjónvarpinu, hellað!

Er það eitthvað sem er á dagskránni hjá þér, að flytja út?

Það hefur alveg verið pæling en mér bara líður rosalega vel hérna heima. Þegar maður er búinn að vera slatta erlendis þá finnur maður hvað maður er heppinn að búa á Íslandi. T.d. með security á spottum og svona, maður þarf ekkert að spá í því hér. En úti þarf maður jafnvel að hræðast security gæjana og löggan í Bandaríkjunum sektar mann eins og enginn sé morgundagurinn. Úti er þetta allt miklu stærra og tekur mun lengri tíma að fara á milli staða. hérna heima fer maður bara downtown og það er bara spott eftir spott eftir spott, innan við þrjár mínútur á milli. Mér finnst líka ekki gott að hjóla í svona miklum hita þannig hjólalega séð líður mér best hérna heima. Það hefur verið sagt við mig að ef ég mundi flytja út þá mundi ég fá góða sponsa og svona. Ég á líka yndislega kærustu og fjölskyldu hérna heima og það skiptir mig miklu meira máli en hitt.

england 2

England

Hvernig er að vera BMX gaur á Íslandi?

Alveg frá því að ég byrjaði að hjóla hafa veturnir verið alveg fáránlega erfiðir fyrir okkur BMX gaurana. Maður er búinn að vera í þessum bílageymslum á veturna en það verður mjög fljótt þreytt. En nú hefur orðið breyting á því! Það er ný opnað skatepark í Hafnarfirði en þar erum við með tvo daga í viku, miðvikudaga og sunnudaga. Þetta er algjör snilld og hefur breytt miklu fyrir okkur. Mohawks er með búð þarna og það er að koma kaffihús og svona þannig það er allt að gerast!

Eitthvað að lokum Anton?

Vill þakka mömmu og pabba fyrir að hafa búið mig til. Emil og Co. fyrir að koma mér inní sportið, alla styrktaraðilana mína fyrir frábærann stuðning í gegnum árin. Shout out too my homies og Albumm.is!

 

Comments are closed.