Ansi glatt á hjalla: Fm Belfast tryllir Havarí

0

Það er ansi oft rífandi góð stemning á Havarí á Karlsstöðum og er síðastliðið sumar sko engin undantekning! Allt morandi í tónleikum, rjúkandi kaffi, ljúffengt bakkelsi og einstaklega góð stemning einkennir Havarí en það eru hjónin Svavar Pétur Eysteinsson einnig þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló og Berglind Hasler sem eiga og reka Havarí.

Við erum aðeins að nota jólafríið til að fara yfir myndefni frá liðnu ári. Samkvæmt því var stundum glatt á hjalla á HAVARÍ – Svavar.

Í þessu skemmtilega myndskeiði má sjá hljómsveitina Fm Belfast í afar góðu yfirlæti á Havarí en sveitin hélt þar heljarinnar tónleika og tryllti líðinn eins og þeim einum er lagið! Fleiri myndskeið eru væntanleg þannig endilega fylgist með gott fólk!

Havari.is

Havari á Instagram

Skrifaðu ummæli