ANNAR Í JAZZHÁTÍÐ HEFST MEÐ ÓKEYPIS TÓNLEIKUM Á HAPPY HOUR Í DAG

0
Jazzhátíð Reykjavíkur hófst miðvikudaginn 9. ágúst með Jazzgöngunni og Samúel Jón Samúlesson í broddi fylkingar. Mikil stemning var og dróst mikill hópur fólks að göngunni sem þrammaði niður Laugaveg og inn í Hörpu í þessu fína veðri.
Annar í Jazzhátíð verður í dag og hefst með ókeypis tónleikum á Happy Hour kl 17 en þá kemur fram Sigurdís Sandra Tryggvadóttir.
Kvölddagskráin hefst kl 19 með Ragnheiði Gröndal og Leif Gunnarssyni að flytja lög við ljóð Snorra Hjartar. Þá tekur við franski dúettinn Peirani/Parisien, næstur Agnar Már Magnússon með sextett og svo Kvartett Ólafs Jónssonar sem fagnar nýrri útgáfu. Í lok dagskrár verður jamsession að vanda.

Skrifaðu ummæli