ANNA SÓLEY OG MIKAEL MÁNI SPILA NIÐURSTRÍPAÐAR ÚTGÁFUR AF FRUMSÖMDU EFNI OFL

0

Anna Sóley og Mikael Máni halda tónleika í Djúpinu í kvöld miðvikudaginn 26. Júlí. Á dagskrá eru niður strípaðar útgafur af frumsömdu efni í bland við vel valdar ábreiður. Tónlistin er í neo soul stíl með áhrifum frá jazz, fönk og blús.

Anna Sóley er söngkona og lagasmiður. Hún lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla FÍH vorið 2016 en stundar nú söngnám erlendis. Mikael Máni lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla FÍH vorið 2014 og hefur síðan þá lagt stund á nám við jazzgítarleik í Amsterdam.

Djúpið er á neðri hæð á veitingahúsinu Horninu við Hafnarstræti í Reykjavík. Veitingahúsið Hornið opnaði árið 1979 og er enn í sinni upprunalegu mynd. Hornið er með ítölskum blæ og var fyrsti veitingastaðurinn í þessum stíl á Íslandi.

Djúpið var áður þekkt sem jazzklúbbur þar sem fram komu ýmsir þekktustu jazzleikarar á Íslandi. Jazzvakning hélt tónleika, spunameistarar frá Evrópu komu fram og Smekkleysu kvöld voru iðulega haldin í Djúpinu svo eitthvað sé nefnt. Staðurinn var vinsæll tónleikastaður vegna þess að hann þótti minna á stemminguna sem myndaðist á jazzklúbbum erlendis.

Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og vara í u.þ.b. klukkustund. Það kostar litlar 1000 kr. inn, enginn posi á svæðinu. Allir hjartanlega velkomnir.

Skrifaðu ummæli