ANNA SÓLEY OG DANÍEL HELGASON MEÐ TÓNLEIKA Í BJÓRGARÐINUM Í KVÖLD 27. NÓVEMBER

0
anna

Anna Sóley

Anna Sóley söngkona og Daníel Helgason gítarleikari spila á Bjórgarðinum í kvöld, föstudaginn 27. nóvember. Þau flytja vel valda jazzstandarda og örfá frumsamin lög úr smiðju Önnu Sóleyjar, söngkonu og lagahöfundar en hún sendi frá sér lagið „Wish I Knew“ fyrr í vetur. Stíllinn er persónulegur, jazzað fönk í sálrænum búningi. Tríóið sem spilar á upptökunni er skipað einvala liði, Magnús Trygvason Eliassen á trommur, Pétur Sigurðsson á bassa og Mikael Máni Ásmundsson á gítar. Tónleikarnir hefjast kl 20:00 og það er frítt inn. Bjórgarðurinn er til húsa í Þórunnartúni 1, Fosshóteli.

 

Comments are closed.