ANNA SÓLEY ER Á SILKIMJÚKUM NÓTUM Í NÝJU LAGI

0

follow-me-mynd

Anna Sóley er söngkona og lagasmiður. Lagasmíðunum má lýsa sem neo soul með áhrifum frá grúf jazzi og fönki.  Hún útskrifaðist frá Fíh vorið 2016 þar sem hún lærði jazzsöng. Lagið „Follow Me“ var samið síðsumars árið 2013. Lagið er seiðandi eins og söngur Sírenanna úr Ódysseifskviðu. Lagið fjallar um óuppfyllta drauma og bældar tilfinningar. Yfir laginu hvílir þó bjartsýnis þrá með svaldandi sumargolu.

anna-soley-2

Í bandinu með Önnu eru bróðir hennar, gítarleikarinn efnilegi, Mikael Máni Ásmundsson og reynsluboltarnir Pétur Sigurðsson bassaleikari og Magnús Tryggvason Elíassen trommuleikari. Á „Follow Me“ fá þau til liðs við sig Magnús Jóhann Ragnarsson á Rhodes og saxafónleikarann Sölva Kolbeinsson. Upptakan var gerð í Sundlauginni og upptaka, hljóðblöndun og tónjöfnun var í höndum Birgis Jóns Birgissonar.

Comments are closed.