ANDY SVARTHOL SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „ÍRENA SÍRENA“

0

andy svarthol

Hljómsveitin Andy Svarthol sendir frá sér sitt fyrsta lag „Írena Sírena.“ Hljómsveitin samanstendur af bræðrunum Agli og Bjarka Hreini Viðarssonum en hún var sett á laggirnar á síðasta ári eftir að fyrri hljómsveit Egils, Nóra, tók sér ótímabundna pásu.

andy 2

Bræðurnir hafa verið iðnir við kolann upp á síðkastið við lagasmíðar og upptökur og vinna nú hörðum höndum að sinni fyrstu plötu. Laginu má lýsa sem draumkenndu poppi, en komandi efni frá hljómsveitinni mun sveigja í margvíslegar áttir.

Með laginu fylgir myndband sem bræðurnir settu saman úr áhugaverðum myndbrotum úr fyrndinni, bæði íslenskum og erlendum.

Comments are closed.