ANDKRISTNI Á GAUKNUM 18. DESEMBER

0

and 2

Enn á ný rís Andkristni úr rekkju sinni og blæs til hátíðahalda rétt fyrir jólin.  Á meðan margir gleyma sér í jólastressinu, aðrir fárviðrast yfir því að það sé verið að taka jólin frá börnunum því þau mega ekki fara í kirkju og einhverjir álíta allt sem er ekki venjulegt part af samsæri fjölmenningarsinna hvetur Andkristnihátíðin fólk til þess að slappa af, kíkja á Gaukinn og njóta góðrar tónlistar.

Í ár koma fimm hljómsveitir fram sem allar tilheyra Black Metal stefnunni. Fjórar hljómsveitanna eru íslenskar en í ár kemur ein þar að auki frá Bandaríkjunum og er hátíðin mjög ánægð að M.S. úr Aureole hafi kosið að heimsækja hana í ár og koma fram.

and

Íslenska Black Metal senan hefur átt góðu gengi að fagna í ár og hefur frumburður Misþyrmingar, „Söngvar elds og óreiðu,“ fengið góðar viðtökur víða um heiminn og ratað inná lista Noisey og Kraums. Abominor gaf út smáskífuna Opus Decay nú fyrir stuttu á írska plötufyrirtækinu Invictus Productions.

Hægt era að kaupa miða í forsölu á Tix.is

Fram koma:

Misþyrming

Abominor

Auðn

Aureole

Mannveira

Comments are closed.