ANDI, KONSULAT OG WESEN Á JACK ROCKS Á HÚRRA

0

poster

Jack Daniel’s kynnir Jack Rocks á Húrra fimmtudagskvöldið 26. janúar 2017. Fram koma þrjár hljómsveitir sem deila sviði á rafmögnuðum og rokkuðum tónleikum. Þær eru Andi, Konsulat og ₩€$€‎₦. Húsið opnar kl. 20 og aðgangur er ókeypis.

Andi.

Andi er Jafn mikið og fljúgandi furðuhlutur á himni í miðjum stormi vekur undrun þá er tónlist Andra Eyjólfssonar sem nýr og ferskur andblær í heim íslenskrar tónlistar. Fyrsta útgáfa Anda var gefin út á 50 bláum kassettum í fyrra af gröllurunum hjá Lady Boy Records.

Konsulat.

Hljómsveitin Konsulat samanstendur af þeim Þórði Grímssyni og Kolbeini Soffíusyni sem áður léku með með hljómsveitinni A & E Sounds auk Arnljóti Sigurðssyni (Arnljótur, Ojba Rasta). Draumkennt gítarglamr Konsulat fær heila og líkama til að hreyfast með hjálp taktfasts hljóðs trommuheila þeirra.

Wesen.

₩€$€‎₦ er Reykvísk hljómsveit skipuð af þeim Loga Höskuldssyni (Loji, Sudden Weather Change) og Júlíu Hermannsdóttur (Oyama). Tvíeykið flytur einlægt og tilraunakennt rafpopp. Seint á síðasta ári gaf ₩€$€‎₦ út sína fyrstu breiðskífu, Wall of Pain, í samstarfi við pródúsentinn Árna Rúnar Hlöðversson (FM Belfast, Milkywhale).

Skrifaðu ummæli