ANDAR JÓNS SÆMUNDAR Á RÓSENBERG

0
Listamaðurinn Jón Sæmundur opnaði sýningu á 11 nýjum verkum á Rosenberg Klapparstíg í gær 9. júní undir yfirskriftinni Andar.
 
Jón Sæmundur Auðarson er fæddur árið 1968 og býr og starfar í Reykjavík. Hann stundaði nám við Mynd- og Handíðaskóla Íslands og þaðan lá leiðin til Skotlands þar sem Jón útskrifaðist árið 2001 með meistargráðu í myndlist frá Glasgow School of Art. Verk Jóns Sæmundar eru aðallega innsetningar þar sem hann vinnur með ólíka miðla; svo sem málverk, skúlptúra, myndbönd og tónlist.
„Fyrir mig er listsköpun andleg iðkun. Ég fanga anda í andartakinu og mála þá, gef þeim líf og jarðneska vist með því að festa þá á pappírinn. Andinn kemur yfir mig og andinn fær frelsi með því að vera málaður. Ég vinn með andana og þeir birtast hver eftir annan; líkir en enginn eins.”
Andar Jóns Sæmundar er fyrsta sýningin sem nýir eigendur Rosenberg bjóða velkomna í hús og hafa nú þegar fest kaup á einum Anda og vona að fleiri Andar eignist nýtt heimili.
Andi Rosenberg mun frá og með næstu viku prýða takmarkað númerað upplag af fyrsta seðli Rosenberg sem einnig verður hægt að kaupa á staðnum.
Heitt á könnunni, kalt á krananum, kraumandi í pottinum.
Allir velkomnir.

Skrifaðu ummæli