AMSTERDAM SMÝGUR SÉR INN UNDIRMEÐVITUNDINA

0

steinunn

Tónlistarkonan Steinunn Þorsteinsdóttir eða einfaldlega Steinunn eins og hún kallar sig var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem nefnist „Amsterdam.“

„Upp á síðkastið hef ég verið að fást við myndbandagerð við lögin mín,  sem hefur verið mjög skemmtilegt og áhugavert að vinna með tónlist á myndrænan hátt.“ Steinunn.

Umræddu lagi má lýsa sem rólyndis elektrónísku poppi og rennur það afar ljúft inn í undirmeðvitund hlustandans. Hér er á ferðinni ung og efnileg tónlistarkona sem gaman verður að fylgjast með!

Comments are closed.