AMBÁTT FAGNAR ÚTKOMU PLÖTUNNAR FLUGUFEN

0

Flugufen er ný plata með hljómsveitinni Ambátt sem er samstarfsverkefni listamannsins Pan Thorarensen og tónskáldsins Þorkels Atlasonar. Platan er gefin út á vínyl og stafrænt á netinu og inniheldur 7 ný lög. Flugufen hefur verið í vinnslu með hléum undanfarin 3 ár og eru þar könnuð ytri mörk ólíkra tónlistarstíla með áherslu á form og byggingu.

Á plötunni leikur einnig þýski trompetleikarinn Sebastian Studnitzky og Katrína Mogensen (Mammút) syngur.  Platan er búin að fá frábæra dóma hér heima og erlendis og dottið inn á marga árslista yfir plötur ársins 2016.

Flugufen fékk tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins í flokki – Raftónlist.
„Flugufen er ómþýður staður. Lagt er upp með stemningu, alltumlykjandi, og platan rennur af hægð og með öryggi. Evrópsk sveimdjassstemning keyrð inn í ókennilega og alíslenska rafblöndu“

Útgáfutónleikar Ambátt munu fara fram á Húrra ásamt hljómsveit í kvöld miðvikudagskvöldið 1. Mars og kostar litlar 1.500 kr inn. Húsið opnar kl. 20.00 og mun King Lucky sjálfur (LUCKY RECORDS) sjá um ljúfa tóna eins og honum er einum lagið.!

Tónleikar hefjast svo kl. 22.00. Hægt er að sjá facebook viðburðinn hér.

www.ambatt.org

 

Skrifaðu ummæli