AMABADAMA MEÐ NÝTT LAG OG HELDUR TÓNLEIKA Á HÚRRA Í KVÖLD

0

amabadama

Hljómsveitin Amabadama ætlar að blása til heljarinnar tónleika í kvöld á skemmtistaðnum Húrra. Sveitin hefur undanfarið verið undir feld að vinna nýtt efni fyrir næstu plötu og ætlar að leika bæði ný og gömul lög á Húrra.

Nýtt lag frá sveitinni er væntanlegt á næstu dögum sem nefnist „AiAiAi“ og er það fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu. Hljómsveitin undirbýr tónleikahald sumarsins hér heima og einnig sína fyrstu tónleikaferð erlendis en í henni spila þau meðal annars á einni stærstu tónlistarhátíð Bretlands, Boomtown.

amabadama 2

Upphitun er í höndum Lefty Hooks.

Húsið opnar kl. 20:00 en Tónleikarnir  hefjast stundvíslega kl. 22:00

Miðaverð er aðeins 2.000 kr en hægt er að nálgast miða á Tix.is

Hvað er betra en að sleppa sér, dansa og fá útrás eftir atburði síðustu daga.

Comments are closed.