AMABADAMA Á TRÚNÓ

0

Hljómahöll tilkynnti fyrr í vikunni nýja tónleikaröð sem fer fram í vetur sem ber heitið TRÚNÓ. Tónleikarnir fara allir fram í Bergi sem er minnsti salur Hljómahallar með aðeins 100 sætum. Hljómsveitirnar og listamennirnir sem koma fram í tónleikaröðinni eru yfirleitt vanari að spila fyrir töluvert stærri hóp áhorfenda.

Það er Hljómahöll sönn ánægja að segja frá því að fyrsta hljómsveitin sem kemur fram á tónleikaröðinni TRÚNÓ er  reggíhljómsveitin AMABADAMA.

Reggíhljómsveitina Amabadama skipa þau Gnúsi Yones, Salka Sól og Steinunn Jóns. Hljómsveitin hefur verið á flugi síðan lagið Hossa hossa kom út árið 2014. Platan sem fylgdi í kjölfarið sló í gegn, og hafa mörg lög þeirra setið á vinsældarlistum landsins síðustu misseri. Árið 2015 fékk hljómsveitin Íslensku tónlistarverðlaunin sem nýliðar ársins, en hún þykir sérstaklega skemmtileg á tónleikum þar sem gleði, kraftur og húmor ráða ríkjum.

Opnað verður fyrir miðasölu á tónleika hljómsveitarinnar í dag föstudaginn 18. ágúst. Aðeins 100 miðar eru í boði og er aðeins um eina tónleika að ræða.

Hægt er að nálgast miða hér

Hljomaholl.is

Skrifaðu ummæli