ALVIA ISLANDIA FÓR Á RAVE OG TÓK UPP MYNDBAND Í LEIÐINNI

0

alvia

Tónlistarkonan Alvia Islandia sendi fyrir skömmu frá sér sína fyrstu plötu Bubblegum Bitch en um helgina sem leið sendi hún frá sér myndband við lag samnefnt plötunni. Alvia hefur vakið talsverða athygli að undanförnu enda ekki furða þar sem hún er afar litrík og hress!

Myndbandið er tekið upp í Kaupmannahöfn á símann hennar Alviu en hún og vinur hennar voru á leiðinni á á Rave.

„One take eazy going iphone, pink vibes like my mind . Þetta er bara basic cozyslide“ – Alvia Islandia.

Myndbandið er unnið af úrvals fólki og má þar t.d. nefna Lukku Sigurðardóttur, Anni Ólafsdóttur, Karvel Mogesen og Gabriel Bachmann & Björn Loki svo sumt sé nefnt.

Comments are closed.